1602
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1602 (MDCII í rómverskum tölum) var ár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
- 3. janúar - Umsátrinu um Kinsale lauk með ósigri Íra og spænskra bandamanna þeirra.
- 2. febrúar (Kyndilmessa) - Leikrit Shakespeares, Þrettándakvöld, var fyrst sýnt í sal lögmannafélagsins í Middle Temple í London.
- 20. mars - Hollenska Austur-Indíafélagið stofnað og veitt einkaleyfi til verslunar í nýlendum Hollendinga í Asíu.
- 20. apríl - Einokunarverslunin hófst á Íslandi með því að konungur veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri einkaleyfi til verslunar á Íslandi. Einokunin stóð til ársloka 1787.
- 15. maí - Bartolomew Gosnold uppgötvaði Þorskhöfða í Massachusetts í Nýja heiminum.
Ódagsettir atburðir
- Enevold Kruse tók við sem hirðstjóri á Íslandi af Jóhanni Bockholt.
- Færeyska lögþingið kvartaði við Kristján 4. undan yfirgangi enskra duggara á fiskimiðunum við Færeyjar.
- Karl hertogi endurreisti sænska ríkisráðið undir sinni stjórn.
- Bodleian-bókasafnið í Oxford var fyrst opnað almenningi.
Fædd
- 14. febrúar - Francesco Cavalli, ítalskt tónskáld (d. 1676).
- 1. maí - William Lilly, enskur stjörnuspekingur (d. 1681).
- 26. maí - Philippe de Champaigne, franskur listmálari (d. 1674).
- 14. júlí - Mazarin kardináli (d. 1661).
Dáin
- 22. mars - Agostino Carracci, ítalskur listmálari og prentmyndasmiður (f. 1557).
- Október - Thomas Morley, enskt tónskáld (f. 1557 eða 1558).