Átta
Útlit
Átta er áttunda náttúrlega talan, táknuð með tölustafnum 8 í tugakerfinu. Er stærsta slétta talan, sem táknuð er með einum tölustaf í tugakerfinu og sú næst stærsta slíkra talna, en níu er stærst. Er grunntala áttundakerfis.
Talan átta er táknuð með VIII í rómverska talnakerfinu.