Fara í innihald

Cunningham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 9. mars 2013 kl. 02:23 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2013 kl. 02:23 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 8 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1144060)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Cunningham

Cunningham eða niðurhal er á seglskútu band til að strekkja framfald bermúdasegls niður við hálsinn og breyta þannig lagi seglsins. Þessi tækni heitir eftir bandaríska siglingamanninum og kappaksturshetjunni Briggs Cunningham sem átti upptökin að henni.

Cunningham er einfaldlega lína fest við mastrið eða bómuna sem liggur í gegnum kósa neðarlega á framfaldinum og síðan í trissu og klemmu á þilfarinu. Þannig er hægt að strekkja eða slaka á framfaldinum milli cunninghamsins að neðan og dragreipisins að ofan og stilla hvort mesta belgvídd seglsins er framarlega eða aftarlega. Þetta er fínstillingaratriði sem á fremur við um kappsiglingarbáta en skemmtibáta.