Beinviður
Beinviður | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
European spindle (Euonymus europaeus)
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Euonymus europaeus L. |
Beinviður (fræðiheiti Euonymus europaeus) er blómstrandi runni sem vex víða í Evrópu í skógarjöðrum og við hæðir. Beinviður þrífst best í frjóum kalkríkum jarðvegi. Runninn er vinsæl skrautjurt í almenningsgörðum og heimilisgörðum vegna bleikra og fjóublárra aldina og fallegra haustlita en runninn þolir einnig vel frost og vind. Sums staðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur beinviður breiðst út og orðið ágeng jurt. Viðurinn er mjög harður og var notaður til að búa til snældur og heitir runninn "spindle wood" á ensku.
Hlutar af beinvið eru notaðir til lækninga en aldinið er eitrað og inniheldur þeóbrómín og koffín og er mjög beiskt. Eitrun er algeng hjá ungum börnum sem borða litrík aldinin. Eitrun getur valdið nýrnaskemmdum og verið lífshættuleg.
Myndir
-
Mynd úr Flora von Deutschland, Österreich und der Schweiz frá 1885
-
Blóm Euonymus europaeus
-
Aldin Euonymus europaeus
-
Nærmynd af aldinum Euonymus europaeus
-
Laufblöð Euonymus europaeus
-
Beinviðartré Euonymus europaeus
Tenglar
- Beinviður (Lystigarður Akureyrar)
- „Spindle Wood (Euonymus Europaeus, L.)“. British Wild Flowers. Chest of Books. 2009.
- „Euonymus europaeus European Euonymus Celastraceae“. University of Connecticut Plant Database. University of Connecticut.