Fara í innihald

Iridín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 11. febrúar 2018 kl. 12:20 eftir 157.157.28.3 (spjall) Útgáfa frá 11. febrúar 2018 kl. 12:20 eftir 157.157.28.3 (spjall) (smávægilegar orðalagsbreytingar)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
  Ródín  
Osmín Iridín Platína
  Meitnerín  
Efnatákn Ir
Sætistala 77
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 22650,0 kg/
Harka 6,5
Atómmassi 192,217(3) g/mól
Bræðslumark 2719,0 K
Suðumark 4701,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Iridín er frumefni með efnatáknið Ir og sætistöluna 77 í lotukerfinu. Þetta er þungur, gríðarlega harður, stökkur, silfurhvítur hliðarmálmur sem tilheyrir platínuflokknum, er notað í hástyrkleika málmblöndur, og finnst í náttúrulegum málmblöndum ásamt platínu og osmíni. Iridín er þekkt fyrir að vera tæringaþolnasta þekkta frumefnið og tengsl þess við endalok risaeðlanna. Það er notað í háhitatæki, rafmagnssnertur og sem hersluefni fyrir platínu.

Almenn einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Iridín er silfurhvítur málmur sem tilheyrir platínuflokknum og líkist platínu en hefur þó örlítið gulan blæ. Sökum gríðarlegar hörku og stökkleika er erfitt að móta og vinna iridín. Þetta er tæringarþolnasti málmur sem þekktur er. Ekki er hægt að leysa það upp með neinni sýru, ekki einu sinni kóngavatni. Þó er hægt að leysa það upp með bráðnum söltum, eins og tildæmis NaCl og NaCN.

Mældur eðlismassi þessa frumefnis er aðeins minni en osmíns, sem af þeim sökum er skráð sem eðlisþyngsta frumefnið. Hins vegar hafa tölvuútreikningar gefið áreiðanlegri tölur en mælingar og sýna þeir fram á að eðlismassi iridíns sé 22.650 kg/m³ á móti 22.610 kg/m³ fyrir osmín. Ekki er því hægt að velja endanlega á milli þeirra eins og stendur.

Algengasta oxunarstig iridíns er +4, þó að +2, +3, og +6 þekkist einnig.

Aðalnot iridíns eru sem hersluefni í platínumálmblöndur. Önnur not:

Smithson Tennant uppgötvaði iridín árið 1803 í London á Englandi, ásamt osmíni, í dökkleitum leifum platínu sem hann hafði leyst upp í kóngavatni. Það var nefnt eftir latneska heitinu á regnboga, iris, vegna þess hversu litsterk sölt þess eru.

Árið 1889 notuðu menn blöndu af 90% platínu og 10% iridíni til að smíða stöðluðu metrastöngina og kílógrammlóðið, sem Alþjóðlega voga- og mælingaskrifstofan varðveitir enn rétt fyrir utan París. Tekin var upp önnur staðallengdareining árið 1960 (sjá krypton) og er metrastöngin því núna minjagripur, en kílógrammlóðið er enn notað sem alþjóðlegur staðall.

KT-mörkin, sem merkja endalok krítartímabilsins og byrjun tertíertímabilsins, fyrir 65 milljón árum síðan, einkennast af þunnu lagi af iridínríkum leir. Hópur vísindamanna, með Luis Alvarez í forsvari, kom fram með þá kenningu að þetta iridín ætti sér ójarðneskan uppruna og væri komið úr loftsteini eða reikistjörnu sem rekist hefði á Jörðina við Yucatan-skagann. Þessi kenning er nú víða samþykkt sem orsök þess að risaeðlurnar dóu út. Þrátt fyrir það hafa Dewey M. Mclean og aðrir fært rök fyrir því, að iridínið hafi frekar komið frá eldgosum, því að kjarni Jarðar er ríkur af iridíni.

Iridín finnst óblandað í náttúrunni, með platínu og öðrum málmum úr platínuflokknum, í straumvatnsseti. Til náttúrulegra iridínmálmblandna teljast osmiridín og iridosmín, sem hvort tveggja eru blöndur af iridíni og osmíni. Það er unnið sem aukaafurð í námum og við framleiðslu á nikkeli.

Iridín er sjaldgæft á Jörðu en er fremur algengt í loftsteinum.

Til eru tvær náttúrulegar samsætur iridíns, og margar geislasamsætur. Sú stöðugasta þeirra er Ir-192 með helmingunartíma 73,83 daga. Ir-192 betasundrast í platínu-192, en flestar hinna geislasamsætanna sundrast yfr í osmín.

Varúðarráðstafanir

[breyta | breyta frumkóða]

Iridínmálmur er yfirleitt óeitraður sökum óhvarfgirni sinnar en efnasambönd iridíns ætti þó að telja baneitruð.