Fara í innihald

Ungverska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 1. mars 2019 kl. 07:08 eftir Míteró (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. mars 2019 kl. 07:08 eftir Míteró (spjall | framlög)
Ungverska
Magyar
Málsvæði Ungverjaland, Slóvakía, Rúmenía, Serbía, Austurríki, Slóvenía, Króatía, Úkraína
Fjöldi málhafa 13 milljónir
Sæti 57
Ætt Úrölsk mál

 Finnsk-úgrísk tungumál (umdeilt)
  Úgrísk tungumál

Tungumálakóðar
ISO 639-1 hu
ISO 639-2 hun
SIL hun
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Ungverska í Evrópu

Ungverska (á ungversku magyar [ˈmɒɟɒr]) er evrópskt tungumál talað af 14 milljónum (11 milljónum í Ungverjalandi sjálfu, 1,5 milljónum í Rúmeníu og 0,5 milljónum í Slóvakíu og fyrrverandi Júgóslavíu) og er 57da mest talaða mál heims.

Nálægustu skyldmál munu vera þau svonefndu ob-úgrísku mál, kantí, mansí, ostjak, vógúl, - smámál töluð austan Úralfjalla. Ungverska og Finnska líkjast áberandi frekar málfræðilega heldur en í orðaforða, fá orð eru lík í málunum, þá helst spurnarorðin sem hefjast á -m.

Engin málfræðileg kyn. Ákveðni greinirinn a eða az eftir því hvort næsta orð á eftir hefst á sérhljóða eða samhljóða.

Líkt og í finnsku hafa nafnorð mörg föll eða 16 en stofnin helst oft óbreyttur þótt skipt sé um fallsviðskeyti. Þessum 16 föllum er skipt í staðarföll, sem eru 10, og önnur föll. Staðarföll eru ekki til (að mestu) í IE málum og einfaldlega notaðir forsetningar liðir í stað falla þar. Staðarföll tákna staðsetningu eða hreyfingu viðkomand hlutar. Föllin sem ekki teljast til staðarfalla eru: nefnifall, þolfall, veru-, orsaka-, verkfæris- og áhrifsföll.

Fleirtala er mynduð með -i eða -k viðskeyti. Sagnorð beygjast í persónum og tölum.

Ungverska er rituð með afbrigði af latnesku letri. Kommur yfir sérhljóðum tákna ekki hljóðgildi heldur lengd. Skammir sérhljóðar hafa engar kommur en langir kommur. Eru tvípunkts -u og -o (þ.e. -ö) gerð tvíkommótt til að tákna þau séu löng (ö - ő, ü - ű).

Elsti texti frá 9. öld ritaður með því fyrir-kristna hýnska rúnaletri. Stephan I. kristnar landið og finnast eftir það ýmsir textar með latínuletri.


  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.