Fara í innihald

Palaú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 18. maí 2021 kl. 14:32 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2021 kl. 14:32 eftir Akigka (spjall | framlög) (Akigka færði Palá á Palaú)
Beluu er a Belau
Fáni Palá Skjaldarmerki Palá
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Belau rekid
Staðsetning Palá
Höfuðborg Ngerulmud
Opinbert tungumál enska, paláíska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Surangel Whipps Jr.
Sjálfstæði
 • Stofnun lýðveldis 1. janúar 1981 
 • Samningur um frjálst samband við Bandaríkin 1. október, 1994 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
179. sæti
459 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
224. sæti
17.907
46,7/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 0,3 millj. dala (192. sæti)
 • Á mann 16.296 dalir (81. sæti)
VÞL (2019) 0.826 (50. sæti)
Gjaldmiðill bandaríkjadalur
Tímabelti UTC+9
Þjóðarlén .pw
Landsnúmer +680

Palá eða Palaú er eyríki í Kyrrahafi, um 500 km austan við Filippseyjar. Palá er hluti af Míkrónesíu og nær yfir um 250 eyjar sem mynda vesturhluta Karlseyja. Fjölmennasta eyjan er Koror en höfuðborgin, Ngerulmud, er á eyjunni Babeldaob. Landhelgi eyjanna liggur að landhelgi Indónesíu, Filippseyja og Míkrónesíu.

Fólk frá Filippseyjum tók að setjast að á eyjunum fyrir um 3000 árum. Evrópumenn komu þangað fyrst á 18. öld. Eyjarnar voru hluti af Spænsku Austur-Indíum til 1885. Eftir ósigur Spánar í stríði Spánar og Bandaríkjanna 1898 seldu Spánverjar þær til Þýskalands þar sem þær urðu hluti af Þýsku Nýju-Gíneu. Japanir lögðu eyjarnar undir sig í Fyrri heimsstyrjöld. Í Síðari heimsstyrjöld lögðu Bandaríkjamenn þær undir sig. Eyjarnar voru síðan í umsjá Bandaríkjanna til ársins 1994 þegar þær fengu sjálfstæði í frjálsu sambandi við Bandaríkin.

Efnahagur Palá byggist aðallega á ferðaþjónustu, sjálfsþurftarbúskap og fiskveiðum. Ríkið er mjög háð fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Bandaríkjadalur er opinber gjaldmiðill eyjanna. Flestir íbúa eru míkrónesar, melanesar eða ástrónesar, en stórir hópar af filippeyskum og japönskum uppruna búa einnig á eyjunum. Enska og paláíska (sunda-súlavesímál) eru opinber tungumál en japanska, sonsorolíska og tobíska eru opinberlega viðurkennd sem staðbundin tungumál.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.