Fara í innihald

Parma Calcio 1913

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 19. júní 2023 kl. 23:03 eftir Makenzis (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2023 kl. 23:03 eftir Makenzis (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Parma Calcio 1913
Fullt nafn Parma Calcio 1913
Gælunafn/nöfn I Gialloblu (Þeir gulu og bláu)
Stytt nafn Parma
Stofnað 16. desember 1913
Leikvöllur Stadio Ennio Tardini, Parma
Stærð 22.359
Stjórnarformaður Kyle J. Krause
Knattspyrnustjóri Fabio Liverani
Deild Ítalska B-deildin
2022/2023 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Parma Calcio 1913, oft kallað Parma, er ítalskt knattspyrnufélag með aðsetur í Parma og er í Serie A, efstu deild. Félagið var stofnað í desember 1913. Parma leikur heimaleiki sína á Stadio Ennio Tardini sem tekur 27.906 áhorfendur í sæti, oft nefndur einfaldlega Il Tardini.

Með fjármögnun frá Calisto Tanzi vann félagið átta bikara á árunum 1992 til 2002, á því tímabili náði það sínum besta árangri í deildinni. Félagið hefur unnið þrjá Coppa Italia og einn Supercoppa Italiana, tvo UEFA bikara, einn Evrópumeistaratitil og einn titil í evrópukeppni bikarhafa.

Fjárhagsvandræði urðu síðla árs 2003 vegna Parmalat-hneykslisins sem olli því að móðurfyrirtæki félagsins féll. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2015 og stofnað á ný í Serie D þar sem því tókst að komast upp um deild þrjú ár í röð og komst aftur upp í Serie A árið 2018.

Heimabúningur liðsins er hvít og svört treyja og svartar buxur. Hins vegar kennir liðið sig oftar við liti varabúningsins sem er gulur og blár.

Þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]
Argentínumaðurinn Hernán Crespo er markahæsti leikmaður í sögu Parma.