Fara í innihald

Galdur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 24. ágúst 2024 kl. 05:18 eftir 83.250.249.179 (spjall) Útgáfa frá 24. ágúst 2024 kl. 05:18 eftir 83.250.249.179 (spjall)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Galdrar eru yfirnáttúruleg fyrirbæri, sem sumir kalla list, sem hægt sé að læra eins og sjónhverfingar töframanns, til dæmis spilagaldur eða að draga kanínu upp úr hatti. Hugtakið galdur er andstætt vísindum. Þeir sem trúa á galdra fullyrða það að ekki sé allt með rökrænum eða útskýranlegum hætti sem stangast algjörlega á við vísindin. Göldrótt fólk á miðöldum var hins vegar talið hættulegt af því að galdrar voru ekki alltaf að hinu góða. Margir töldu að þar væri djöfullinn sjálfur með í ráðum. (Sjá miðalda euhemerisma) Því voru þeir brenndir lifandi á báli sem sannað þótti að höfðu einhvern tímann framkvæmt galdur. Svarti galdur þótti hins vegar alverstur og hlaut þar einhver eða eitthvað skaða af. Skrifaðar voru heilu bækurnar með galdraþulum, stöfum, plöntum og hlutum sem menn þurftu til að framkvæma galdurinn og fólk trúði statt og stöðugt á.

Í fornu máli virðist orðið einungis merkja töfrasöngur enda er það skylt gala og vísar til þess töfraþulur voru sungnar eða kirjaðar á einhvern máta. Ýmsar samsvaranir má finna svo sem færeyska, galdur, nútíma-norska galder, hjaltlenska galder, golder, forn-enska gealdor, forn-háþýska galtar & galstar, svissneska galster.