Suðurlandsskjálftinn 29. maí 2008
Útlit
Þann 29. maí 2008 klukkan 15:46 varð jarðskjálfti á Íslandi, 6,2 stig að styrkleika á Richter-kvarða. Hann átti upptök sín rétt hjá Hveragerði og fannst vel alla leið til Ísafjarðar. Skemmdir urðu töluverðar á svæðunum næst upptökum skjálftans. Hlutir hrundu úr hillum á heimilum og í verslunum, meðal annars næstum því hver einasta flaska í verslunum ÁTVR í Hveragerði og á Selfossi, sprungur komu í húsveggi og af öruggisástæðum var lagt að því fólki að sofa ekki heima hjá sér nóttina á eftir, sem bjó næst upptökunum. Einhver slys urðu á fólki, en engin alvarleg.