Suðurlandsskjálftinn 29. maí 2008
64°1′33.24″N 20°59′8.52″V / 64.0259000°N 20.9857000°V
Þessi grein fjallar um atburði sem eiga sér stað núna. Innihald greinarinnar gæti af þessum sökum breyst þegar fram líða stundir. |
Þann 29. maí 2008 klukkan 15:45 reið yfir suðurlandsskjálfti sem var um 6,2 stig á Richter-kvarða yfir Suðurland á Íslandi. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og alla leið til Ísafjarðar.[1]. Almannavarnir lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í Selfossi, Hveragerði og nágrenni vegna hugsanlegra eftirskjálfta.[2] Ekkert mannfall varð, en nokkrar sauðkindur urðu undir byggingum og fórust og nokkrum þurfti að lóga.
Skemmdir og slys
Eignatjón
Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Hlutir hrundu úr hillum á heimilum og verslunum, meðal annars næstum allar flöskur ÁTVR-verslunarinnar í Hveragerði og á Selfossi og sprungur mynduðust í húsveggjum. Töluvert var einnig um skemmdir innandyra þegar húsgögn og aðrir lausamunir köstuðust til og frá í jarðskjálftanum.[3]Af öruggisástæðum var fólki sem bjó næst upptökunum ráðlagt að sofa ekki heima hjá sér næstu nótt á eftir. Einhver slys urðu á fólki við skjálftann, en engin alvarleg. Þjóðvegur eitt fór í sundur við Ingólfsfjall og skemmdir urðu á Óseyrabrú sem var lokað tímabundið á meðan skemmdir voru metnar.[4][5]
Slys og áhrif á fólk
Ekki er vitað um nein stórslys á fólki en allmargir urðu fyrir smávægilegum meiðslum þegar skjálftinn reið yfir. Vistfólk á dvalarheimilum aldraðra á Hveragerði og Selfossi sem og sjúklingar á Sjúkrahúsinu á Selfossi voru flutt út undir bert loft og starfsfólk og fangar á Litla Hrauni eyddu deginum úti í garði fangelsins.[6] [7]
Slys á dýrum
Útihús hrundu á nokkrum bæjum. Á bænum Krossi í Ölfusi hrundi útihúsið með þeim afleiðingum að fé varð undir og þurfti að lóga nokkrum ám og lömbum.[8]
Heimildir
- ↑ „Afar öflugur jarðskjálfti“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „Hæsta viðbúnaðarstig á Suðurlandi“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „Vörur hrundu úr hillum í verslun Bónus á Selfossi“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „Óseyrarbrú skemmdist í skjálftanum“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „Tilkynningar um færð og ástand“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „All margir hafa hlotið smávægileg meiðsl“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „Fangar á Litla-Hrauni úti í garði“. Sótt 29. maí 2008.
- ↑ „Útihús hrundu á nokkrum bæjum“. Sótt 29. maí 2008.