Fara í innihald

Þörungaverksmiðjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þörungaverksmiðjan er íslensk verksmiðja sem var stofnuð árið 1975 og er sú eina sinnar tegundar á landinu. Fyrirtækið er mikið mannvirki og er framleiðsla þess lífrænt vottuð. Verksmiðjan nýtir þörungagróður á grunnsævi Breiðafjarðar og jarðhitann til að þurrka þang- og þaramjöl. Þangið er skorið með fljótandi slátturvélum og flutt í netum til verksmiðjunnar.[1] Verksmiðjan er stærsti einstaki vinnuveitandinn í Reykhólahreppi og starfa þar um 20 manns.[2] Hún er í eigu bandaríska stórfyrirtækisins DuPont, sem þar til Dow Inc. og Corteva var skilin frá því, var stærsti einstaki efnaframleiðandi í heimi miðað við sölu.


Nánar tiltekið fram­leiðir Þör­unga­verk­smiðjan mjöl úr klóþangi og hrossaþara úr Breiðafirði. Meira en 95% af fram­leiðslunni fer til út­flutn­ings og helstu markaðir eru Skot­land, Banda­rík­in, Bret­land, Nor­eg­ur, Hol­land, Þýska­land, Frakk­land, Jap­an og Taív­an.

Mjölið hefur mjög góða bindieig­in­leika vegna mik­ils inni­halds svo­kallaðra gúmmíefna í mjöl­inu. Það er fram­leitt að miklu leyti fyr­ir fyr­ir­tæki sem áfram­vinna efnið til að ein­angra gúmmíefn­in til áfram­vinnslu í ým­is­kon­ar iðnaði, svo sem mat­væla-, snyrti­vöru-, lyfja- og textiliðnaði.


Neðanmálsgreinar

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.