Fara í innihald

Al-Raqqah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Al-Raqqah

Al-Raqqah (arabíska: الرقة‎ ar-Raqqah) er borg í austurhluta Sýrlands á norðurbakka Efrat um 160 km austan við Damaskus og 40 km austan við Tabqa-stífluna. Borgin er höfuðstaður Al-Raqqah-héraðs. Íbúar voru um 220 þúsund árið 2004. Borgin var höfuðborg Abbasídaveldisins í valdatíð kalífans Harún al-Rasíd frá 796 til 809.

Í Sýrlensku borgarastyrjöldinni náðu uppreisnarmenn borginni á sitt vald árið 2012. Árið 2013 lagði Íslamska ríkið borgina alla undir sig eftir bardaga við uppreisnarmenn og gerðu hana að höfuðstöðvum sínum í Sýrlandi. Samtökin hafa síðan þá eyðilagt allar trúarbyggingar sem ekki heyra til súnní íslam, þar á meðal Uwais al-Qarni-moskuna.

Í nóvember 2016 hófu 30.000 hermenn úr Lýðræðissveitum Sýrlands (SDF), bandalagi hinna ýmsu fylkinga uppreisnarmanna í Sýrlandi, aðgerðir til að frelsa borgina frá Íslamska ríkinu.[1] Borgin var endurheimt úr höndum vígahópsins að fullu þann 17. október 2017.

Tilvísanir

  1. Orrustan um Raqqa hafin Rúv, skoðað 6. nóv. 2016.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.