Fallbeyging
Fallbeyging eða beyging (skammstafað sem b.) er mismunandi form orða eftir stöðu og hlutverki innan setningar. Beyging getur líka tjáð merkingarleg atriði eins og tölu (þ.e.a.s, fjölda), kyn og fleira. Strikið tilstrik (n-strik, strik sem er jafnbreitt bókstafnum n) er notað við upptalningu beygingarmynda.[1]
Nefnifall | hér er | Hestur |
---|---|---|
Þolfall | um | Hest |
Þágufall | frá | Hesti |
Eignarfall | til | Hests |
Fjöldi falla
Fjöldi falla er mismunandi í tungumálum.
Í íslensku
Í íslensku eru fjögur föll; nefnifall (sem telst til aðalfalls) og þolfall, þágufall og eignarfall (sem teljast til aukafalla). Hjálparorðin „hér er“, „um“, „frá“ og „til“ oft notuð til að greina á milli falla og orðið hestur notað sem dæmi — orð sem fylgja „hér er“ standa í nefnifalli, orð sem fylgja „um“ eru í þolfalli, orð sem fylgja „frá“ í þágufalli og orð sem fylgja „til“ í eignarfalli. Orð sem stjórna falli geta verið forsetningar, sagnorð eða nafnorð. Dæmi (fallvaldarnir eru skáletraðir og fallorðin feitletruð): Ég hugsa til þín. Maðurinn sagði mér sögu. Bíllinn hans bilaði.
Tengt efni
- Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (uppflettisafn yfir íslenskar beygingarmyndir á netinu)
- Sagnbeyging
- Sterk beyging
- Veik beyging
Heimildir
Tilvísanir
- ↑ Íslenskt mál og almenn málfræðiÞetta strik [–, tilstrik] er einnig notað til að aðgreina beygingarmyndir í upptalningu