Fara í innihald

Fjallasmári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Fjallasmári

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Sibbaldia
Tegund:
S. procumbens

Tvínefni
Sibbaldia procumbens
L.
Samheiti

Potentilla sibbaldii

Fjallasmári einnig verið nefnd Sibbaldsurt (fræðiheiti: Sibbaldia procumbens) er jurt af rósaætt sem vex í snjódældum til fjalla og á útnesjum.

Útlit

Stönglar Fjallasmárans vaxa af marggreindum jarðstöngli og stofnblöð hennar eru stilklöng í álíka hæð og blómstönglar. Blöðin á Fjallasmáranum eru þrífingruð og smáblöðin þrítennt í oddinn. Blóm hanns koma í þéttum skúfum og eru lítil og fá. En krónublöðin eru styttri heldur en bikarblöðin; utanbikar svokallaður. Hæð Fjallasmárans er frá 5 til 15 cm og blómgast í júní.

Fjallasmárann er að finna um allt Ísland.

Tilvísanir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.