Fara í innihald

G. W. Bailey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
G.W. Bailey
G.W. Bailey sem Kapteinn Harris í Police Academy
G.W. Bailey sem Kapteinn Harris í Police Academy
Upplýsingar
FæddurGeorge William Bailey
27. ágúst 1944 (1944-08-27) (80 ára)
Ár virkur1974 -
Helstu hlutverk
Provenza í The Closer og Major Crimes
Luther Rizzo MASH
Kapteinn Harris Police Academy

George William Bailey (fæddur 27. ágúst 1944) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn „skapstirði“ Lautinant — og seinna Kapteinn — Thaddeus Harris í Police Academy kvikmyndunum og fyrir hlutverk sín í The Closer, MASH og Major Crimes.

Einkalíf

Bailey fæddist í Port Arthur,Texas og stundaði nám við Thomas Jefferson menntaskólann í Port Arthur með Janis Joplin. Byrjaði hann háskólanám við Lamar Háskólann nálægt Beaumont en færði sig yfir í Texas Tech Háskólann. Yfirgaf hann háskóla og eyddi miðjum fimmta áratugnum við að vinna í bæjarleikhúsunum áður en hann fluttist til Kaliforníu um miðjan sjötta áratugsins. Hann sneri aftur í háskólanám árið 1993, við Texas State Háskólann í San Marcos, Texas og útskrifaðist síðan með BFA gráðu í leiklist árið 1994. [1]

Síðan 2001, hefur Bailey setið sem framkvæmdastjóri Sunshine Kids Foundation.Stofnunin býður upp á ferðir og starfsemi fyrir mörg hundruð börn sem hafa greinst með krabbamein. Hefur Bailey verið sjálboðaliði í kringum fimmtán ár eftir að hann kynntist starfseminni gegnum guðdóttur sína sem hafði verið greind með hvítblæði.[2]

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Bailey var í sjónvarpsseríunniHarry O árið 1974. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við Charlie´s Angels, Starsky and Hutch, Soap og Happy Days.

Árið 1979 var Bailey boðið hlutverk í stríðs-gamanseríunni MASH sem liðþjálfinn Luther Rizzo sem hann lék til ársins 1983. Bailey var síðan með stórt gestahlutverk í St. Elsewhere sem Dr. Hugh Beale frá 1982-1983. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Simon & Simon, Under Cover, Murder, She Wrote, American Dreams og Nip/Tuck.

Hefur hann síðan 2005 leikið rannsóknarliðsforingjann Lt. Provenza í The Closer til ársins 2012 og síðan í Major Crimes frá 2012.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Bailey í A Force of One (1979), sem var ein af myndum Chuck Norris. Síðan árið 1984 var Bailey boðið hlutverk Lt. Thaddeus Harris í kvikmyndinni Police Academy og hefur hann síðan þá leikið Thaddeus Harris í öllum Police Academy framhaldsmyndunum.

Hefur Bailey einnig komið fram í kvikmyndum á borð við Warning Sign, Mannequin, Hawaiian Dream, Brothers.Dogs. And God. og The Newest Pledge.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1979 A Force of One Erwin
1984 Police Academy Lt. Harris sem G.W. Bailey
1984 Runaway Chief
1985 Police Academy 2: Their First Assignment Brúðkaupsgestur óskráður á lista
1985 Rustlers´ Rhapsody Peter
1985 Warning Sign Tom Schmidt
1986 Short Circuit Skroeder
1987 Mannequin Felix
1987 Burglar Ray Kirschman
1987 Police Academy 4: Citizens on Patrol Kapteinn Harris
1987 Hawaiian Dream Kapteinn Pierce
1988 Police Academy 5: Assignment: Miami Beach Kapteinn Harris
1989 Police Academy 6: City Under Siege Kapteinn Harris
1990 Q&A Barþjónn óskráður á lista
1991 Write to Kill Dean Sutton
1994 Police Academy: Mission to Moscow Kapteinn Harris
2000 Brothers. Dogs. And God Luther Graham
2002 Scorcher Hershöfðinginn Timothy Moore
2004 Home on the Range Hundurinn Rusty Talaði inn á
2007 Cake: A Wedding Story Howard Canter
2007 Left Turn Yield Maður á gangbraut með hund
2011 Johnny´s Gone Chet
2012 The Newest Pledge Mr. Hodgkinson
2013 I Am Death Morðinginn
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1975 The Runaway Barge Bókari Sjónvarpsmynd
1974-1975 Harry O Garner/Fyrsti lögreglumaður/Remsen 4 þættir
1976 Charlie´s Angels Mumford Þáttur: Consenting Adults
1977 Police Story Maslin Þáttur: Spitfire
1977 How the West Was Won Ivie Sjónvarpsmínisería
Þáttur nr. 1.2.
1977 Lucan Bóndi nr. 1 Þáttur: The Search
1978 CHiPs Drukkinn bílstjóri Þáttur: Rustling
1978 Husbands, Wives & Lovers Leslie Þáttur: Predictions Come True
1978 Summer of My German Soldier Undirliðþjálfi Sjónvarpsmynd
1976-1979 Starsky and Hutch Hótelstarfsmaður / Slade Þættir: The Avenger (1978) /The Vampire (1976)
1979 Soap Flækingur Þáttur nr. 2.14
1979 Laverne & Shirley Rocko Þáttur: There´s a Spy in My Beer
1979 Lou Grant Arlo Karp / Vatnssendill 2 þættir
1979 Happy Days Jack Whitman Þáttur: Joanie Busts Out
1979 The French Atlantic Affair Jake Sjónvarpsmínisería
1979 Angie Douglas Þáttur: Mary, Mary Marries
1979-1980 Benson Barþjónn / Gus Þáttur: Takin´ It to the Streets (1980) / One Strike, You´re Out (1979)
1980 Alcatraz: The Whole Shocking Story Holfield Sjónvarpsmynd
1980-1981 Flo ónefnt hlutverk 2 þættir
1981 Murder in Texas Richard ´Racehorse´ Haynes Sjónvarpsmynd
1981 Bitter Harvest Lazlo Sjónvarpsmynd
1981 Hardcase Paul Morgan Sjónvarpsmynd
1982 The Capture of Grizzly Adams Tom Quigley Sjónvarpsmynd
1979-1983 MASH Liðþálfinn Luther Rizzo 14 þættir
1983 The Mississippi ónefnt hlutverk Þáttur: Murder at Mt. Pamassus
1982-1983 St. Elsewhere Dr. Hugh Beale 22 þættir
1983-1984 Goodnight Beantown Albert Addelson 13 þættir
1984 Earthlings Bobo Sjónvarpsmynd
1985 Remington Steele Maynard Stockman Þáttur: Steele in the Chips
1984-1985 Simon & Simon Dr. Kyle Stepney / Lögreglustjórinn Don Potter Þáttur: Out-of-Town Brown (1985) / Under the Knife (1984)
1985 Newhart Kyle Nordoff Þáttur: R.I.P. Off
1985 On Our Way Bæjarstjórinn Tom Beckwith Sjónvarpsmynd
1985 North Beach and Rawhide Fógeti Sjónvarpsmynd
1986 New Love, American Style ónefnt hlutverk Þáttur: Love and the Serious Wedding, Love and Condo
1986 I-40 Paradise ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
1987 CBS Summer Playhouse Macklin Þáttur: Doctor Wilde
1987 Downpayment on Murder Kyle Sjónvarpsmynd
1988 War and Remembrance Cmdr. Jim Grigg 3 þættir
1989 The Gifted One Dr. Winslow Sjónvarpsmynd
1990 Love and Lies Sgt Halsey Sjónvarpsmynd
1990 Fine Things Grossman Sjónvarpsmynd
1991 Before the Storm Forstjórinn Waugh Sjónvarpsmynd
1991 Under Cover Forstjórinn Waugh Þáttur: Sacrifices
1991 Held Hostage: The Sis and Jerry Levin Story Bróðir Sjónvarpsmynd
1991 Doublecrossed Camp Sjónvarpsmynd
1991 A Mother´s Justice Joe Comminger Sjónvarpsmynd
1992 Bed of Lies Zeke Zbranek Sjónvarpsmynd
1992 Dinosaurs Sarge Þáttur: Nuts to War: Part 2
Talaði inn á
1992 An American Story Tom Cantrell Sjónvarpsmynd
1993 Dead Before Dawn Masterson Sjónvarpsmynd
1993 No Child of Mine Lamar Jenkins Sjónvarpsmynd
1995 Legend Ulysses S. Grant Þáttur: Legend on His President´s Secret Service
1987-1995 Murder, She Wrote Lt. Alex Tibideaux / Lt. Faraday Þáttur: Big Easy Murder (1995) / Murder, She Spoke (1987)
sem G. W. Bailey (1995)
1996 The Siege at Ruby Ridge Ralph Coulter Sjónvarpsmynd
1997 Seduction in a Small Town Pat Carter Sjónvarpsmynd
1996-1997 The Jeff Foxworthy Show Stóri Jim Foxworthy 23 þættir
1997 Solomon Azarel Sjónvarpsmynd
1999 Jesus Livio Sjónvarpsmynd
2000 The Thin Blue Line K.C. Sjónvarpsmynd
2000 San Paolo Barnabas Sjónvarpsmynd
2004 The Perfect Husband: The Laci Peterson Story Rannsóknarfulltrúinn Gates Sjónvarpsmynd
2004 American Dreams ónefnt hlutverk 2 þættir
2005 Nip/Tuck Wesley Kringle Þáttur: Joy Kringle
2005-2012 The Closer Rannsóknarliðsforinginn Louie Provenza 109 þættir
2012-til dags Major Crimes Rannsóknarliðsforinginn Louie Provenza 48 þættir

Verðlaun og tilnefningar

Houston Film Critics Society verðlaunin

  • 2009: Mannúðarverðlaun

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu The Closer.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu The Closer.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu The Closer.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu The Closer.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu The Closer.

Tilvísanir

  1. Ævisaga G.W. Bailey á IMDB síðunni
  2. „Starfsmannasíða Sunshine Kids Foundation“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. október 2017. Sótt 10. október 2009.

Heimildir

Tenglar