Fara í innihald

Heiðará

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Heiðará.

Heiðará er bergvatnsá sem rennur um Öxnadalsheiði til vesturs og fellur síðan í Norðurá þegar kemur niður í Norðurárdal. Hún á upptök í Kaldbaksdal, sem gengur til suðurs skammt austan við sýslumörkin á heiðinni.

Neðan til, næst Norðurárdal, er Öxnadalsheiðin ekki annað en þröngur dalur og þar rennur Heiðaráin í alldjúpu og hrikalegu gili. Vegurinn liggur uppi í hlíðinni eða á gilbarminum og fyrr á öldum voru þar tæpar reiðgötur, oft ófærar langtímum saman á vetrum vegna snjóa og hálku. Þurftu ferðalangar þá að þræða botninn á árgilinu, meðfram ánni, og þótti það viðsjárverð leið.

Heimildir

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.