Fara í innihald

Króksfjarðarnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Króksfjarðarnes er bær og verslunarstaður á sunnanverðum Vestfjörðum og stendur á nesinu milli Króksfjarðar og Gilsfjarðar. Króksfjarðarnes fékk verslunarréttindi árið 1895. Í Króksfjarðarnesi starfaði Kaupfélag Króksfjarðar og þar var starfandi sláturhús þangað til árið 2007. Einnig er þar félagsheimilið Vogaland sem byggt var 1958 og þar er útibú frá Sparisjóði Vestfirðinga. Í Landnámu kemur fram að Þórarinn krókur hafi numið land við Króksfjörð og búið að Króksfjarðarnesi, en auk þess kemur staðurinn við sögu í Gull-Þórissögu.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.