Fara í innihald

Málaliði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Málaliði eða leiguhermaður er einstaklingur og þá sérstaklega hermaður sem tekur þátt í bardögum vegna persónulegrar umbunar en stendur annars utan við hernaðarátök og gegnir ekki herþjónustu í einhverju ríki. Málaliðar berjast fyrir fé eða einhvers konar borgun en ekki vegna stjórnmálalegra hagsmuna.

Málaliðar sem eru teknir til fanga á vígvelli teljast ekki stríðsfangar og njóta ekki verndar Genfarsáttmálans.

Heimild

„Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?“. Vísindavefurinn.