Fara í innihald

Móasef

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Móasef

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Sefætt (Juncaceae)
Ættkvísl: Sef (Juncus)
Tegund:
Móasef

Tvínefni
Juncus trifidus
L.

Móasef eða kvíslsef[1] (fræðiheiti: Juncus trifidus) er lágvaxið þurrlendis-sef sem vex í toppum.

Lýsing

Stráin eru fíngerð og blómin, 1 til 4 stykki, standa ofarlega, þar sem blöðin kvíslast. Blómhlífarblöð eru 6 og sömuleiðis fræflarnir. Þeir eru ljósgulir en frævan ljósgræn. Móasef er oftast 8 til 25 sentimetra hátt og blómbast í júní til júlí. Það er mjög algengt á Íslandi.

Samlífi

Þrjár tegundir sveppa hafa verið skráðar vaxandi á móasefi. Þær eru Arthrinium bicorne sem vex innan í vefjum plantna og Bricookea sepalorum og Lachnum calycoides sem eru niðurbrotssveppir sem lifa á dauðu móasefi.[2]

Tilvísanir

  1. Gísli Kristjánsson og Ingólfur Davíðsson. Fóðurjurtir. Prentsmiðjan Edda.
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.