Fara í innihald

Manuel Valls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Manuel Valls
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
31. mars 2014 – 6. desember 2016
ForsetiFrançois Hollande
ForveriJean-Marc Ayrault
EftirmaðurBernard Cazeneuve
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. ágúst 1962 (1962-08-13) (62 ára)
Barselóna, Spáni
ÞjóðerniFranskur (með spænskan ríkisborgararétt)
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn (1980-2017)
MakiNathalie Soulié (skilin)
Anne Gravoin (skilin)
Olivia Grégoire (skilin)
Susana Gallardo Terrededia
BörnEva
Hugo
HáskóliUniversité Panthéon-Sorbonne
StarfStjórnmálamaður

Manuel Carlos Valls Galfetti (fæddur 13. ágúst 1962) er fransk-spænskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Frakklands. Hann gekk í það embætti þann 31. mars 2014 og gegndi því til ársins 2016. Hann var innanríkisráðherra Frakklands frá 2012 til 2014. Valls var meðlimur í Sósíalistaflokknum en sagði sig úr honum árið 2017.

Hann fæddist í Barselóna, en faðir hans var spænsk-katalónskur og móðir hans svissnesk. Hann var borgarstjóri Évry frá 2001 til 2012, og var kosinn í öldungadeild Franska þingsins í fyrsta skiptið árið 2002. Hann tilheyrði frjálslyndu deild Sósíalistaflokksins, sem er svipuð skandinavískum félagslegum lýðræðisflokkum.

Valls sagði af sér sem forsætisráðherra í desember árið 2016 til þess að geta sóst eftir út­nefn­ingu Sósí­al­ista­flokks­ins sem frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum 2017.[1] Í forvali Sósíalistaflokksins tapaði Valls hins vegar fyrir Benoît Hamon.[2] Eftir forsetakosningarnar 2017 sagði Valls sig úr Sósíalistaflokknum og lýsti yfir stuðningi við stjórnmálahreyfingu Emmanuels Macron, nýkjörins forseta Frakklands.[3] Hann lýsti því yfir að Sósíalistaflokkurinn væri dauður í núverandi mynd og sóttist eftir því að bjóða sig fram á þing fyrir flokk Macrons, La République en marche,[4] en hafði ekki erindi sem erfiði.

Í september árið 2018 lýsti Valls því yfir að hann hygðist gefa kost á sér sem borgarstjóri Barselóna.[5] Kosningarnar voru haldnar þann 26. maí 2019, en Valls hlaut aðeins um 12% atkvæða og lenti í fimmta sæti.[6]

Tilvísanir

  1. „Cazeneu­ve næsti for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands“. mbl.is. 6. desember 2016. Sótt 24. október 2018.
  2. „Benoit Hamon sigraði í for­vali“. mbl.is. 23. janúar 2017. Sótt 24. október 2018.
  3. „Manuel Valls hættur í Sósíalistaflokknum“. RÚV. 27. júní 2017. Sótt 24. október 2018.
  4. „Bjóða Brút­us og Júdas sig fram?“. mbl.is. 9. maí 2017. Sótt 24. október 2018.
  5. „Vill verða borg­ar­stjóri Barcelona“. mbl.is. 25. september 2018. Sótt 24. október 2018.
  6. Alexandre Boudet (26. maí 2019). „Manuel Valls échoue à Barcelone, cinquième des municipales“ (franska). Huffington Post. Sótt 26. maí 2019.


Fyrirrennari:
Jean-Marc Ayrault
Forsætisráðherra Frakklands
(31. mars 20146. desember 2016)
Eftirmaður:
Bernard Cazeneuve


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.