Fara í innihald

Þengilhöfði

Hnit: 65°55′53″N 18°10′19″V / 65.931347°N 18.171918°V / 65.931347; -18.171918
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þengilhöfði
Hæð261 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrýtubakkahreppur
Map
Hnit65°55′53″N 18°10′19″V / 65.931347°N 18.171918°V / 65.931347; -18.171918
breyta upplýsingum

Þengilhöfði, einnig kallaður Höfði, er um 260 metra fjall suður af þorpinu Grenivík við austanverðan Eyjafjörð. Uppi á honum er ríkulegt fuglalíf og mikið af fjalldrapa. Í hlíðum hans norðanverðum er skógrækt. Fjallið er nefnt eftir Þengli mjögsiglanda, landnámsmanni.