1360
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1360 (MCCCLX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Krossreið fyrri. Markús barkaður, kona hans og synir fóru að Ormi bónda á Krossi í Austur-Landeyjum og særðu hann.
- Árni Þórðarson hirðstjóri lét taka Markús barkað og fjölskyldu hans af lífi í Lambey.
- Bein Þorláks Loftssonar ábóta í Þykkvabæjarklaustri voru tekin upp og höfð í klausturkirkjunni sem helgur dómur.
- Nærri 300 Norðlendingar riðu á móti Jóni skráveifu þegar hann hugðist ríða um Norðlendingafjórðung og heimta skatta, mættu honum við Þverá í Vesturhópi og stökktu honum úr fjórðungnum.
- Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup bjargaðist naumlega þegar skip sem hann ætlaði á til Noregs sökk við Vestmannaeyjar. Allir björguðust eftir að hafa heitið á Þorlák biskup helga.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. maí - Brétigny-sáttmálinn var undirritaður. Hann markar lok fyrsta hluta Hundrað ára stríðsins. Játvarður 3. gaf frá sér tilkall til frönsku krúnunnar og sleppti Jóhanni 2. Frakkakonungi úr haldi en fékk í staðinn miklar lendur í Frakklandi.
- Valdimar atterdag lagði Skán undir sig.
Fædd
- Giovanni di Bicci de'Medici, stofnandi ættarveldis Medici-ættarinnar í Flórens (d. 1429).
Dáin
- Játvarður Balliol, Skotakonungur (f. 1283).