1497
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1497 (MCDXCVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Sigmundsson lögmaður gekk að eiga seinni konu sína, Björgu Þorvaldsdóttur. Af því hjónabandi spruttu síðar löng málaferli og Jón missti embætti sitt og eignir.
Fædd
- Einar Ólafsson, prestur í Reykjavík, Görðum á Álftanesi og í Hrepphólum og Skálholtsráðsmaður (d. 1580).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 7. febrúar - Fylgismenn Giovanni Savonarola brenndu ósiðlega hluti, svo sem hárkollur, hljóðfæri og ljóðabækur, í „bálför hégómleikans“ í Flórens.
- 3. mars - Svíar og Rússar gerðu með sér friðarsamning í Novgorod.
- 9. mars - Nikulás Kópernikus gerði fyrstu skráðu stjörnuathugun sína.
- Mars - Sænska ríkisráðið kallar Hans Danakonung til konungs í Svíþjóð og hófst þar með uppreisn gegn ríkisstjóranum, Sten Sture eldri.
- 13. maí - Alexander VI páfi bannfærði Savonarola.
- 24. júní - Giovanni Caboto kemur að landi í Norður-Ameríku.
- 8. júlí - Vasco da Gama heldur upp í fyrsta leiðangur sinn til Indlands umhverfis Afríku.
- 28. september - Hans konungur vann sigur á Sten Sture eldri og Dalakörlum í orrustunni við Rotebro.
- 18. október - Hans kjörinn konungur Svíþjóðar. Þar með var Kalmarsambandið endurreist í bili.
- 22. nóvember - Vasco da Gama sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða.
- 5. desember - Manúel 1. Portúgalskonungur gefur út tilskipun um að gyðingar skuli taka kristni eða yfirgefa landið ella.
- Tóbaksreykinga fyrst getið á prenti í bókinni De insularium ritibus.
Fædd
- 16. febrúar - Philipp Melanchthon, þýskur húmanisti og siðbótarmaður (d. 1560).
- 17. apríl - Pedro de Valdivia, spænskur landvinningamaður (d. 1553).
- Hans Holbein yngri, þýskur listamaður og prentari (d. 1543).
Dáin
- 3. janúar - Beatrice d'Este, ítölsk hefðarfrú, kona Ludovico Sforza, hertoga af Mílanó (f. 1474).
- 6. febrúar - Johannes Ockeghem, belgískt tónskáld (f. um 1410).