1780
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1780 (MDCCLXXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 7. maí - Jón Teitsson var vígður biskup á Hólum. Hann dó ári síðar.
- Nóvember - Reynistaðarbræður og förunautar þeirra fórust við Beinahól á Kili. Lík bræðranna fundust árið 1846.
- Fyrsta íslenska barnabókin kom út, Barna-Liood : med Ljuflings-Lag eftir séra Vigfús Jónsson í Hítardal.
- Jón Sveinsson varð landlæknir.
- Bókin Atli eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal kom fyrst út.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 11. mars - Danir, Svíar og Rússar stofnuðu með sér vopnað hlutleysisbandalag.
- 12. maí - Bandaríska frelsisstríðið: Bretar náðu yfirráðum yfir Charleston í Suður-Karólínu.
- 2. júní - 7. júní: Gordon-óeirðirnar í London, milli 300-700 létust í and-kaþólskum mótmælum.
- 17. júlí - Fyrsti bankinn í Bandaríkjunum var stofnaður, Pennsylvaníubanki.
- 24. ágúst - Loðvík 16. Frakkakonungur bannaði notkun pyntinga til að þvinga fram játningar.
- 10.-16. október - Mikill fellibylur gekk yfir karabísku eyjarnar Barbados, Martinique og St. Eustasius. Um 22.000 manns fórust.
- 29. nóvember - Jósef 2. erfði Habsborgarríki móður sinnar, Maríu Teresu af Austurríki.
nts
Fædd
- Jörundur hundadagakonungur (Jørgen Jørgensen), ævintýramaður (d. 1841).
- Seattle höfðingi, bandarískur frumbyggjahöfðingi. (d. 1866)
Dáin
- 18. júlí - Henrik Hielmstierne, íslensk-danskur embættismaður, aðalsmaður, sagnfræðingur og bókasafnari (f. 1715).
- 4. september - Christian von Proeck, stiftamtmaður á Íslandi og amtmaður í Kaupmannahafnaramti (f. 1718).
- 29. nóvember - María Teresa af Austurríki, keisaradrottning (f. 1717).