1819
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1819 (MDCCCXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Viðeyjarprent, prentsmiðja í Viðey hóf prentun á Klausturpóstinum.
- Ehrenreich Christopher Ludvig Moltke varð stiftamtmaður Íslands.
Fædd
- 17. ágúst - Jón Árnason, fræðimaður sem safnaði þjóðsögum,
- 5. október - Jón Thoroddsen eldri, sýslumaður og rithöfundur. Talinn hafa skrifað fyrstu íslensku skáldsöguna.
Dáin
- 21. október - Jón Þorláksson á Bægisá, prestur, skáld og þýðandi. Boðberi upplýsingarinnar.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar: Breski landstjórinn Stamford Raffles kom til Singapúr. Hann stofnaði verslunarstöð þar síðar á árinu og upphaf borgarinnar má rekja til þess.
- 25. janúar: Thomas Jefferson stofnaði Virginíuháskóla.
- 22. febrúar: Spánn gaf frá sér Flórída til Bandaríkjanna.
- 2. ágúst: Hep-Hep-óeirðirnar í Bæjaralandi þar sem Ashkenazi-gyðingar voru drepnir.
- 7. ágúst: Simón Bolívar sigraði spænska herinn í orrustunni við Boyacá. Varakonungsdæmið Nýja-Granada var lagt niður og Stóra-Kólumbía, síðar Kólumbía verður sjálfstætt ríki í kjölfarið.
- 19. nóvember: Prado-safnið opnaði í Madríd.
- 14. desember: Alabama varð 22. ríki Bandaríkjanna.
Fædd
- 25. mars - V.U. Hammershaimb, færeyskur prestur, málvísindamaður og þingmaður
- 31. mars - Chlodwig zu Hohenlohe-Schillingsfürst, kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Prússlands.
- 24. maí - Viktoría Bretadrottning
- 31. maí - Walt Whitman, bandarískt skáld.
- 20. júní - Jacques Offenbach, þýskt tónskáld.
- 30. júní - William A. Wheeler, varaforseti Bandaríkjanna.
- 1. ágúst - Herman Melville, bandarískur skáldsagnahöfundur.
- 13. september - Clara Schumann , þýskur píanóleikari og tónskáld.
- 4. október - Francesco Crispi, ítalskur stjórnmálamaður.
- 20. október - Bábinn, trúarleiðtogi.
- 29. október - Hugh Andrew Johnston Munro, breskur fornfræðingur.
Dáin
- 12. september - Gebhard Leberecht von Blücher, prússneskur herforingi.
- 25. ágúst - James Watt, skoskur uppfinningamaður.