Aðalorð
Útlit
Til aðalorða heyra fjórir setningarhlutar; frumlag, umsögn, andlag og sagnfylling. Kjarni hverrar setningar er umsögnin. Hún lagar sig í persónu og tölu að frumlaginu í setningunni.
- Kerlingin (3.pers., et.) hló (3. pers., et.).
- Þú (2.pers., et.) hlærð (2.pers., et.).
- Við (1.pers., ft.) hlæjum (1.pers., ft.)
Frumlag og umsögn geta myndað sjálfstæða setningu ein og sér eins og sýnt er í dæmunum hér að ofan.
Umsögnin tekur gjarnan með sér fallorð, annað hvort í nefnifalli eða aukafalli (þf., þgf., ef.). Yfirleitt er það svo að um andlag er að ræða ef fallorðið sem kemur á eftir sögninni er í aukafalli en sagnfyllingu ef fallorðið er í nefnifalli. Frá þessu eru þó undantekningar.