Fara í innihald

Amalþeia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júpíter nærist á geitamjólk. Mynd eftir Nicolas Poussin.

Amalþeia er í grískri goðafræði geitin sem ól Seif á mjólk sinni á Ídafjalli á Krít.

Samkvæmt einni útgáfu sögunnar var Amalþeia dóttir Melissosar, Krítarkonungs, en hún gaf Seifi geitarmjólk að drekka. Seifur gaf henni seinna horn geitarinnar, sem hafði þann kraft að geta uppfyllt óskir eiganda síns, og var þekkt (á latínu) sem cornucopiae eða nægtahorn á íslensku.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.