Fara í innihald

Blóðvökvi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blóðvökvi (plasma) er gulleitur vökvi sem inniheldur storkuefni, þá helst fibrín. Blóðvökvi án storkuefna kallast sermi. Helmingur blóðs er blóðvökvi. Einnig er í blóðvökva mikið magn uppleystra salta og fjöldi jóna. Sem dæmi má nefna natríum-, kalíum-, klór- og kalsíumjónir. Ef ekki eru kalsíumjónir í blóði (Ca+2) þá storknar það ekki. Þó takmarkar það ekki blóðstorknun í líkamanum, maður væri dáinn úr kalkskorti áður en skorturinn hamlaði blóðstorknun. Þetta hefur samt hagnýta þýðingu, því að við blóðgjöf eru kalsíumjónirnar teknar úr blóðinu með sítratlausn (kalsíumsítrat er mjög torleyst) og kemur það í veg fyrir að það storkni.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.