Fara í innihald

Brasilía (borg)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning Brasilíu í Brasilíu.

Brasilía (portúgalska: Brasília) er höfuðborg Brasilíu og hluti af héraðinu Distrito Federal. Á stórborgarsvæði hennar búa rúmar 3 milljónir (2019). Borgin er dæmi um tilbúið samfélag og var hún hönnuð af arkitektinum Oscar Niemeyer og byggð á 41 mánuði á árunum 1956 til 1960.

Borgin Brasilía var stofnuð að undirlagi forsetans Juscelino Kubitschek, sem tók við völdum í landinu árið 1955. Hugmyndin um að byggja nýja höfuðborg í vesturhluta landsins hafði fyrst komið fram þegar Brasilía varð lýðveldi árið 1889 og var þá vonast til að bygging hennar myndi hvetja fólk til að flytja til landshlutans, sem var strjálbýlli og vanþróaðari en austurhlutinn.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Brasilía, höfuðborg Brasilíu“. Vísir. 28. mars 1960. bls. 3.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.