Brjóstkassi
Útlit
Brjóstkassi er grind beina í brjósti allra dýra nema steinsugu og froska. Brjóstkassinn samanstendur af hryggsúlu, rifjum og bringubeini. Brjóstkassinn verndar hjartað og lungun.
Brjóstkassi mannsins samanstendur af beini og brjóski. Hann nær utan um brjóstholið, heldur axlargrindinni uppi og myndar kjarna beinagrindar mannsins. Venjulegur brjóstkassi er með 24 rifbeinum, bringubeini, rifjabrjóski og 12 brjóstliðum. Brjóstkassinn er ásamt vöðvum undirstaða hálsins, brjóstsins, efri hluta magans og baksins.