Carlos Sainz Jr.
Carlos Sainz Jr. | |
---|---|
Fæddur | 1. september 1994 |
Þjóðerni | Spænskur |
Störf | Formúlu 1 ökumaður |
Carlos Sainz Vázquez de Castro (f. 1. september, 1994) er spænskur ökuþór. Carlos Sainz Jr. er sonur Carlos Sainz Sr. sem var tvisvar sinnum heimsmeistari í rallý, 1990 og 1992 og Reyes Vázquez de Castro. Sainz Jr. fór ekki að keppa á stórum mótaröðum í rallý eins og faðir hans, heldur snéri hann sér að því að reyna að komast í Formúlu 1. Á yngri árum keyrði Sainz Jr. í mótaröðum eins og Formúlu BMW, Formúlu 3, GP3 og Formúlu 3.5 Renault. Síðan árið 2015 fékk Sainz Jr. samning hjá Toro Rosso liðinu í Formúlu 1. Síðan þá hefur Sainz Jr. keppt á hverju ári í Formúlu 1, með eftirfarandi Toro Rosso liðinu, Renault, Mclaren og Ferrari. Sainz Jr. hefur keyrt fyrir Ferrari liðið síðan 2021 en þetta er síðasta árið sem hann keppir með þeim. Sainz Jr. hefur gert samning við Williams liðið sem hann mun keyra fyrir á næsta ári, 2025.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Carlos Sainz á formula1.com