Fara í innihald

Colin Ford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Colin Ford
Colin Ford á ComicCon.
Colin Ford á ComicCon.
Upplýsingar
FæddurColin Ford
12. september 1996 (1996-09-12) (28 ára)
Ár virkur2002 -
Helstu hlutverk
Mikey í Can You Teach My Alligator Manners
Ungur Sam Winchester í Supernatural
Jake í Jake and the Never Land Pirates

Colin Ford (fæddur 12. september 1996) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Supernatural, Jake and the Neverland Pirates og Can You Teach My Alligator Manners.

Ford fæddist í Nashville í Tennessee. Þegar Ford var fjögra ára þá kom hann fram í auglýsingum.[1]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Ford var árið 2005 í Smallville. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Close to Home, CSI: Miami og Family Guy. Árið 2008 var hann með gestahlutverk í Can You Teach My Alligator Manners sem Mickey. Ford hefur verið með stórt gestahlutverk í Supernatural sem ungur Sam Winchester sem hann hefur leikið með hléum frá 2007. Árið 2011 þá lék hann aðalhlutverkið í Jake and the Neveraland Pirates sem Jake.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Ford var árið 2002 í Sweet Home Alabama. Lék fimm ára gamlan Lloyd í Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd árið 2003. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Wokd and the Glory, In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale á móti Jason Statham, Dog Days of Summer, Lake City og Push.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2002 Sweet Home Alabama Clinton Jr. óskráður á lista
2003 Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd Lloyd – 5 ára óskráður á lista
2004 Moved Ungur Noel Franks
2004 The Work and the Glory Matthew Steed
2005 The Work and the Glory II: American Zion Matthew Steed
2006 The Ant Bully Rauður hópmeðlimur nr. 4
2007 In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale Zeph
2007 Dog Days of Summer Jackson Patch
2007 Christmas Is Here Again Dart Talaði inn á
2007 Martian Child Ýmsar raddir Talaði inn á
óskráður á lista
2008 Lake City Clayton
2009 Outside Candy Zombie
2009 Bride Wars Aukaraddir Talaði inn á
2009 Push Ungur Nick
2010 Ticket Out DJ
2010 All Kids Count Jim
2010 Jack and the Beanstalk Jack
2011 In My Pocket Ungur Stephen
2011 We Bought a Zoo Dylan Mee
2011 Eye of the Hurricane Mike Ballard Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2005 Smallville Evan Gallagher – 7 ára Þáttur: Ageless
2006 Faceless Max Sjónvarpsmynd
2006 The Tonight Show with Jay Leno Grínskopatriði – Dick Chaney action figure Þáttur sýndur 10. Mars 2006
2006 The Chelsea Handler Show Blind stefnumót – sem hann sjálfur Þáttur nr.: 1.3
2006 Close to Home Hal Brooks Þáttur: Legacy
2007 American Family Caleb Bogner Sjónvarpsmynd
2007 Side Order of Life Baby Puree
Talaði inn á
Þáttur: Whose Sperm Is It Anyway
óskráður á lista
2007 Journeyman Ungur Aeden Bennett Þáttur: Blowback
2008 Can You Teach My Alligator Manners? Mikey 10 þættir
2009 Special Agent Oso ónefnt hlutverk
Talaði inn á
Þáttur: View to a Book/Diamonds Are for Kites
2010 Private Practice Seth Þáttur: Love Bites
2010 CSI: Miami Cody Williams Þáttur: Mommie Deadset
2010 Hawaii Five-0 Ewan Lowry Þáttur: Ohana
2010-2011 Family Guy Barn
Krakki
Flick/Jeremy
6 þættir
2007-2011 Supernatural Ungur Sam Winchester 5 þættir
2011 Jake and the Neverland Pirates Jack 16 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Young Artist-verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besti ungi leikari undir þrettán ára fyrir Supernatural.
  • 2009: Tilnefndur sem besti ungi leikari í aukahlutverki fyrir Lake City.
  • 2009: Tilnefndur sem besti ungi leikari fyrir talsetningu fyrir Christmas Is Here Again.
  • 2008: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Journeyman.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]