Fara í innihald

Drenthe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Assen
Flatarmál: 2.680 km²
Mannfjöldi: 491.342
Þéttleiki byggðar: 186/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Drenthe er fylki í Hollandi. Þar er mikill landbúnaður stundaður og er fylkið mjög fámennt.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Drenthe er nær austast í Hollandi og liggur að þýsku landamærunum. Fyrir norðan er Groningen, fyrir vestan er Frísland og fyrir sunnan er Overijssel. Í Drenthe búa aðeins 491 þús manns og er fylkið því það þriðja fámennasta í Hollandi á eftir Sjálandi og Flevoland. Það er hins vegar strjálbýlast allra fylkja. Höfuðborgin er Assen en stærsta borgin er Emmen.

Fáni og skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Drenthe sýnir Maríu mey með Jesúbarnið sitjandi vinstra megin á kjöltunni. Bakgrunnurinn er gullin. Merkið er upprunnið úr klaustrinu í Assen, en var fyrst notað 1830, áður en Drenthe var formlega gert að fylki. Þó var merkið ekki formlega tekið upp fyrr en 19. ágúst 1972. Fáninn er með fimm láréttar rendur, hvítar og rauðar. Litirnir eru teknir úr merkjum biskupsins í Utrecht. Í miðröndinni eru sex rauðar stjörnur en þær merkja hreppana sex sem fylkið er samsett úr. Svarta virkið fyrir miðju er Coevorden-virkið, en þar bjó fulltrúi biskupanna í Utrecht. Fáninn var opinberlega tekinn í notkun 19. febrúar 1947 og er þar með elsti fylkisfáni Hollands.

Á 9. öld hét fylkið Pago Treanth, sem merkir land hinna þriggja svæða. Hér er átt við landsvæðin Noordenveld, Westenveld og Zuidenveld (Norður-, Vestur- og Suðurmörk). Treanth umbreyttist með tímanum í Drenthe.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

820 kemur nafnið Drenthe fyrst við skjöl og kallast þá Pago Treanth. Fylkið var greifadæmi í þýska ríkinu, en 1046 gaf Hinrik III keisari biskupunum í Utrecht yfirráð yfir svæðinu. Þegar Hollendingar hófu uppreisn og sjálfstæðisstríð gegn Spáni var Drenthe og Overijssel eitt svæði. Það var ekki fyrr en 1839 sem fylkin voru splittuð og Drenthe myndaðist sem eigið fylki.

Í Drenthe eru aðeins tvær teljandi borgir.

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Emmen 109 þúsund
2 Assen 67 þúsund Höfuðborg fylkisins