Fara í innihald

Emilio Colombo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emilio Colombo
Forsætisráðherra Ítalíu
Í embætti
6. ágúst 1970 – 18. febrúar 1972
ForsetiGiuseppe Saragat
Giovanni Leone
ForveriMariano Rumor
EftirmaðurGiulio Andreotti
Forseti Evrópuþingsins
Í embætti
8. mars 1977 – 17. júlí 1979
ForveriGeorges Spénale
EftirmaðurSimone Veil
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. apríl 1920
Potenza, Ítalíu
Látinn24. júní 2013 (93 ára) Róm, Ítalíu
StjórnmálaflokkurKristilegi demókrataflokkurinn
HáskóliSapienza-háskólinn í Róm

Emilio Colombo (11. apríl 192024. júní 2013) var ítalskur stjórnmálamaður, meðlimur í Kristilega demókrataflokknum og forsætisráðherra Ítalíu frá 1970 til 1972. Hann gegndi fjölda annarra ráðherraembætta á Ítalíu á tímabili sem spannaði allt frá 1955 til 1993. Hann var jafnframt forseti Evrópuþingsins frá 1977-79.

Colombo lauk lögfræðiprófi frá Háskólanum í Rómarborg árið 1941. Í kjölfarið skráði hann sig í herinn og barðist í seinni heimsstyrjöldinni þar til Ítalir drógu sig út úr stríðinu. Á þessum árum varð Colombo einarður and-fasisti. Hann gekk til liðs við Kristilega demókrata og varð yngsti þingmaðurinn á ítalska þinginu eftir kosningarnar árið 1946. Þar með hófst jafn og þéttur tröppugangur hans á sviði stjórnmálanna.

Hann átti mikilvægan þátt í stórfelldum landbúnaðarumbótum á Ítalíu sem samþykktar voru af þinginu árið 1950 og voru styrktar af Marshalláætluninni. Umbætur þessar voru taldar einhverjar þær mikilvægustu í þróun ítalsks þjóðfélags og drógu úr ægivaldi stórra landeigenda.

Colombo varð forsætisráðherra í ágúst 1970. Í stjórnartíð hans var áfram unnið að umbótum í landbúnaði. Þá má nefna ýmis konar löggjöf sem miðaði að því að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði, m.a. með fæðingarorlofi. Forsætisráðherratíð Colombo stóð aðeins í eitt og hálft ár, en eftir að henni lauk hélt hann áfram þátttöku í stjórnmálum og gegndi ýmsum ráðherraembættum. Árið 2003 var hann settur öldungardeildarþingmaður til lífstíðar, sem eru æðstu metorð ítalskra stjórnmálamanna. Hann tók virkan þátt í störfum öldungadeildarinnar til dauðadags árið 2013.


Fyrirrennari:
Mariano Rumor
Forsætisráðherra Ítalíu
(1970 – 1972)
Eftirmaður:
Giulio Andreotti