Fara í innihald

Eric Szmanda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eric Szmanda
Eric Szmanda
Eric Szmanda
Upplýsingar
FæddurEric Kyle Szmanda
24. júlí 1975 (1975-07-24) (49 ára)
Ár virkur1999 -
Helstu hlutverk
Greg Sanders í CSI: Crime Scene Investigation

Eric Kyle Szmanda (fæddur 24. júlí 1975) er bandarískur leikari sem erþekktastur fyrir hlutverk sitt sem Greg Sanders í CSI: Crime Scene Investigation.

Szmanda er fæddur og uppalinn í Milwaukee í Wisconsin og er af pólskum ættum. Útskrifaðist hann frá American Academy of Dramatic Arts í Pasadena.[1]

Szmanda er mikill aðdáendi Marilyn Manson. Árið 2003 kom hann fram í tónlistarmyndbandi Mansons við lagið „Saint“ ásamt Asia Argento, sem leikstýrði einnig. Myndbandið hefur aldrei verið frumsýnt í Bandaríkjunum.

Í fyrstu myndinn sem hann vann við, framleiðandinn bað um að hann skipti um nafn.

Szmanda er aðdáandi hljómsveitarinnar Sigurrósar.

Nafnið hans er borið fram sem „Amanda“ með „z“.

Eric Szmanda styrkir bandarísku herferðina fyrir Búrma og hefur hann ferðast til Taílands til þess að sjá aðstæður flóttamanna sem hafa flúið Búrma.[2]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Szmanda var árið 1999 í sjónvarpsmyndinni Dodge´s City. Frá 1998-1999 lék hann Jacob Resh í The Net. Hefur hann síðan 2000 leikið eitt af aðalhlutverkunum í CSI: Crime Scene Investigation sem Greg Sanders.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Szmanda var árið 2000 í Big Time. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Rules of Attraction, Little Athens og Shadow of Fear.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1999 Dodge´s City Johnny Dodge Sjónvarpsmynd
2000 Big Time Avery
2000 True Vinyl Billy Thompson
2000 100 Girls Sam
Tölvunörd
2002 The Rules of Attraction NYU kvikmyndastúdent
2003 CSI: Crime Scene Investigation Greg Sanders Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives Rannsóknarmaðurinn Greg Sanders Tölvuleikur
Talaði inn á
2005 Little Athens Derek
2005 Snow Wonder Luke Sjónvarpsmynd
2006 CSI: 3 Dimensions of Murder Greg Sanders Tölvuleikur
Talaði inn á
2007 CSI: Crime Scene Investigation – Hard Evidence Greg Sanders Tölvuleikur
Talaði inn á
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1998-1999 The Net Jacob Resh 13 þættir
2000 Oh Baby Brent Þáttur: What It Should Be and What It is
2000 Zoe, Duncan, Jack & Jane Max Þáttur: A Midsummer Night´s Nightmare
2000 FreakyLinks Eli Þáttur: Subject: Edith Keeler Must Die
2001 Three Sisters Dave Þáttur: The Faculty Party
2001 The Division Mark 3 þættir
2000- til dags CSI: Crime Scene Investigation Greg Sander 250 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Screen Actors Guild verðlaunin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. TV Guide - Eric Szmanda
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2008. Sótt 17. október 2009.