Evermore (stílað í lágstöfum) er níunda breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Hún var gefin út óvænt þann 11. desember 2020 af Republic Records, innan fimm mánuða frá seinustu breiðskífunni Folklore. Evermore var áframhald af samstarfi Swift og Aaron Dessner, sem vann einnig með henni á Folklore.
Platan hlaut lof gagnrýnenda og kom fram á listum yfir bestu plötur ársins 2020. Evermore var tilnefnd sem plata ársins (Album of the Year) á 64. árlegu Grammy-verðlaununum. Platan náði fyrsta sæti í nokkrum löndum og seldist í yfir milljón eintökum í fyrstu vikunni. Hún var fjórar vikur á toppi Billboard 200 og var áttunda plata Swift til að ná fyrsta sæti í útgáfuviku. Þrjár smáskífur voru gefnar út; „Willow“, „No Body, No Crime“, og „Coney Island“. „Willow“ var sjöunda lag Swift til að ná efsta sæti Billboard Hot 100 listans.