Fara í innihald

Eyrarsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Eyrarsundi frá 1888

Eyrarsund er mjótt sund sem skilur Danmörku og Svíþjóð, á milli Sjálands og Skánar. Sundið er einungis 4,5 km breitt þar sem það er þrengst, milli borganna Helsingjaborgar og Helsingjaeyrar. Eyrarsund tengir Eystrasalt við Norðursjó (um Kattegat og Skagerrak) og er ein af fjölförnustu skipaleiðum heims.

Frá 1429 til 1857 innheimtu Danir Eyrarsundstoll af öllum skipum sem sigldu um sundið. Ef skipin voru ekki stöðvuð var skotið á þau úr fallbyssum frá Helsingjaeyri og Helsingjaborg. Tollur var líka innheimtur við hin sundin milli Eystrasalts og Norðursjávar; Litla-Belti og Stóra-Belti.

Eyrarsundsbrúin yfir sundið milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar var opnuð 1. júlí árið 2000.

Borgir við Eyrarsund

[breyta | breyta frumkóða]

Eyjar í Eyrarsundi

[breyta | breyta frumkóða]