Fara í innihald

Guð blessi Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ræða Geirs á 10 ára afmæli hrunsins á forsíðu Fréttablaðsins.

„Guð blessi Ísland“ er setning sem Geir Haarde lauk með sjónvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar á, skömmu eftir bankahrunið á Íslandi þann 6. október 2008. Orðin urðu fleyg sem tákn fyrir kreppuna á Íslandi.[1] Að sögn Geirs áttu orðin að vera „vinaleg kveðja“ en ekki trúarleg bón.[2][3]

Samnefnt útvarpsleikrit eftir Símon Birgisson og Malte Scholz var frumflutt hjá Útvarpsleikhúsinu í september 2009[heimild vantar] og heimildarmynd með sama heiti eftir Helga Felixson var frumsýnd 6. október árið eftir (sjá Guð blessi Ísland (kvikmynd)).[4]

Árið 2017 kom út samnefnt leikrit eftir Þorleif Örn Arnarson og Mikael Torfason sem fjallar um hrunið.[1]

  1. 1,0 1,1 Guðni Tómasson (24. október 2017). „Ávarpið sjálft blekking“. RÚV. Sótt 17. október 2024. „„Guð blessi Ísland" eru orðin eins konar einkennisorð fyrir hrunið [..]
  2. „Átti að vera vinaleg kveðja“. Morgunblaðið. 31. október 2009. Sótt 17. október 2024.
  3. Boði Logason (10. júní 2023). „Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni“. Vísir.is. Sótt 17. október 2024.
  4. Jóhann Bjarni Kolbeinsson (3. september 2009). „Þetta er bara allt farið í steik“. Morgunblaðið. Sótt 17. október 2024.