Guðrún Erlendsdóttir
Guðrún Erlendsdóttir (f. 1. maí 1936) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi hæstaréttardómari við Hæstarétt Íslands. Árið 1986 var Guðrún skipuð dómari við Hæstarétt Íslands og varð þar með fyrsta konan á Íslandi sem skipuð var hæstaréttardómari.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1961. Hún hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1962 og réttindi sem hæstaréttarlögmaður árið 1967.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún rak lögmannsstofu ásamt eiginmanni sínum Erni Clausen frá 1961-1978, var aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands 1970-1976, lektor 1976-1979 og dósent 1979-1986. Settur hæstaréttardómari 1982-1983 en var skipuð hæstaréttardómari árið 1986 og gegndi embættinu til ársins 2006. Forseti Hæstaréttar 1991-1992 og 2002-2003. Formaður Jafnlaunaráðs 1973-1976, formaður Jafnréttisráðs 1976-1979.[1]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]- Heiðursfélagi Félags kvenna í lögmennsku árið 2004.[2]
- Þakkarviðurkenning Félags kvenna í atvinnurekstri árið 2007. [3]
- Heiðursdoktor við lagadeild Háskóla Íslands árið 2018.[4]
- Heiðursfélagi í Félagi háskólakvenna árið 2018.[5]
Annað
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún var fundarstjóri og flutti ávarp á baráttufundi kvenna á Lækjartorgi sem haldinn var á Kvennafrídaginn 24. október 1975.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2018. Sótt 28. apríl 2019.
- ↑ https://www.mbl.is/greinasafn/grein/785077/
- ↑ https://www.fka.is/media/almennt-um-fka/FKA-vidurkeninngar-yfirlit-allra-ara-nytt.pdf[óvirkur tengill]
- ↑ https://www.hi.is/vidburdir/veiting_heidursdoktorsnafnbotar_vid_lagadeild_haskola_islands
- ↑ https://www.felaghaskolakvenna.is/news/2018/11/23/gurn-erlendsdttir-er-heiursflagi