Fara í innihald

Húð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sneiðmynd af mannshúð.
1. Yfirborðshús 2. Húðþekja (e. epidermis)
3. Leðurhúð (e. dermis)
4. Húðbeður (e. subcutaneous layer)
Nærmynd af mannshúð.

Húðin er stærsta líffærið í þekjukerfinu. Hún skiptist í þunna húðþekju úr þekjufrumum og hinsvega þykkari leðurhúð úr bandvef sem saman vernda undirliggjandi vöðva og líffæri. Yfirborðshúð húðþekjunnar eru dauðar frumur úr hyrni sem flagna af jafnóðum og nýjar frumur myndast. Leðurhúðin hýsir meðal annars æðar, taugaenda skyntaugunga, svitakirtla, fitukirtla og hársekki. Húðin gegnir ýmsum tilgangi svo sem draga úr rakatapi líkamans og hitastjórn með svitakirtlum auk þess að hýsa fjölda skynfruma og verja hann gegn áverkum.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.