James Dean
James Dean (8. febrúar 1931 – 30. september 1955) var bandarískur kvikmyndaleikari, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Rebel Without a Cause um miðjan sjötta áratuginn. Hann varð fyrirmynd ungmenna á Vesturlöndum. Dean lést með sviplegum hætti í bílslysi árið 1955.
"Bölvun" Little Bastard
[breyta | breyta frumkóða]James Dean keypti bílinn (Porsche 550 Spyder) sem hann lést í þann 21. september árið 1955 og kallaði hann "Little Bastard." Margir af vinum og vandamönnum hans lýstu því hvernig þau fengu einhverja ónotatilfinningu af því að horfa á bílinn og reyndu því að fá hann ofan af því að aka honum. Á meðal þeirra var stórleikarinn Alec Guinness sem sagði að "ef hann færi í þennan bíl á hann eftir að deyja eftir viku." Sjö dögum síðar lést Dean í alvarlegu bílslysi.
Brakið og varahlutir úr bílnum voru seldir til ýmissa áhugasamra safnara, en lentu margir af nýju eigundunum og fólk sem kom nálægt brakinu í slysum og talið er að bílinn eigi sök á dauða að minnsta kosti þriggja annarra. Þar fyrir utan hafa orðið mörg óútskýranleg slys og áttu þau sér öll stað á aðeins fimm ára fresti. Að lokum hvarf bílinn á dularfullan hátt árið 1960. Telja því margir að hér hafi verið bölvun á ferð.