Kelsos
Útlit
Kelsos (Gríska: Κέλσος) var forngrískur heimspekingur á 2. öld og andstæðingur kristnidómsins. Rit hans Orð sannleikans (Λόγος Ἀληθής) er elsta allsherjar árás á hina kristnu trú[1] en kaflar úr því eru varðveittir í riti Origenesar Gegn Kelsosi. Sjálfur var Kelsos fylgjandi hefðbundinni grískri heiðni.
Kelsos sagði að Jesús hefði verið frá þorpi gyðinga á heilaga landinu, móðir Jesú hafi verið fátæk gyðingastelpa og eiginmaður þessarar stelpu, hefði verið smiður sem hefði rekið hana á brott fyrir framhjáhald við rómverskan hermann sem hét Panthera. Hún hafi eignast lausaleikskrógan Jesú í Egyptalandi, þar hafi hann alist upp og lært ýmiss konar kukl og töfrabrögð og þegar hann sneri aftur hafi hann útnefnt sjálfan sig sem guð.[2]