Kviksjá
Útlit
Kviksjá (skrautstokkur, skraut(flygsu)kíkir eða kaleidóskóp) er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur, t.d. glerbúta og perlur, sem hafa verið komið fyrir í rörinu. Þegar síðan er horft í kviksjána má sjá samhverf form og með því að snúa henni ummyndast þau og breytast. Kviksjáin var þekkt í Grikklandi til forna, en Sir David Brewster enduruppgötvaði hana árið 1816 og fékk einkaleyfi fyrir henni árið 1817.