Malik
Útlit
Malik (einnig t.d. melik eða malek) er orð í semískum málum sem merkir „konungur“. Malik er titill þjóðhöfðingja í nokkrum arabískumælandi ríkjum en í vestrænum málum er þá yfirleitt notast við orðið „konungur“. Þetta eru Barein (áður emírsdæmi), Marokkó (áður soldánsdæmi), Jórdanía (áður emírsdæmi), Túnis (notað af meðlimum fyrrum konungsfjölskyldunnar) og Sádí-Arabía.
Önnur lönd þar sem þjóðhöfðingjar báru áður titilinn malik eru meðal annars Írak, Egyptaland, Líbýa, Maldíveyjar, Óman og Jemen.