Miðaldafræði
Miðaldafræði er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um evrópskar miðaldir eða tímabilið frá því um 500 til 1500. Miðaldafræðingar reyna að varpa ljósi á þetta tímabil með því að virkja eftirtaldar fræðigreinar: Sagnfræði, fornleifafræði, textafræði, bókmenntafræði, heimspeki, guðfræði, listfræði, málvísindi og fleiri.
- Sagnfræði miðalda, fjallar um evrópska miðaldasögu.
- Fornleifafræði miðalda, snýst meðal annars um rannsóknir á lífsháttum og aðstæðum fólks.
- Listfræði miðalda, til dæmis rannsóknir á tónlist, myndlist og byggingarlist.
- Málvísindi, textafræði og bókmenntafræði tengjast oft ákveðnum svæðum, til dæmis fjalla germönsk fræði um mál og bókmenntir þýskumælandi manna á miðöldum.
Miðaldafræðingar hafa skapað sér vettvang í fræðafélögum og útgáfu tímarita. Í Þýskalandi gefa þeir til dæmis út tímaritið Das Mittelalter.
Heimspekideild Háskóla Íslands býður upp á nám í miðaldafræðum.
Miðaldir í listum
[breyta | breyta frumkóða]Menning miðalda hefur orðið mörgum listamönnum aflvaki til listsköpunar. Má þar til dæmis nefna William Morris sem sótti til miðalda hugmyndir að listaverkum og bókmenntaverkum. Einnig sótti rómantíska stefnan viðfangsefni og hugmyndir til miðalda.
Tengt efni og tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Mediävistik“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. október 2010.