Recklinghausen
Útlit
Recklinghausen er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalía við Rínar–Herne-skurðinn. Hún er hluti af samfelldu þéttbýli í Ruhr og er nyrst borganna þar. Nálægar borgir eru Gelsenkirchen og Herne. Íbúar Recklinghausen voru um 111.000 árið 2020.
Sprengjuárásir voru gerðar á olíugeymslur í borginni í seinni heimsstyrjöld.