Fara í innihald

Sequoia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sequoia
Tímabil steingervinga: Júrassik til nútíma
Strandrauðviður í Oakland, Kaliforníu
Strandrauðviður í Oakland, Kaliforníu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinophyta)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Fenjasýprusætt (Cupressaceae) (flokkað sem Taxaceae af öðrum)
Ættkvísl: Sequoia
Útbreiðsla Sequoia og Sequiodendron grænt - Sequoia sempervirens rautt - Sequoiadendron giganteum
Útbreiðsla Sequoia og Sequiodendron
grænt - Sequoia sempervirens
rautt - Sequoiadendron giganteum
Tegundir
Samheiti
  • Condylocarpus Salisb. ex Lamb.
  • Gigantabies J.Nelson
Del Norte Titan, eitt af tíu stærstu strandruðviðartrjánum – Sequoia sempervirens

Sequoia er ættkvísl barrtrjáa í undirættinni Sequoioideae í ættinni Cupressaceae. Eina núlifandi tegund ættkvíslarinnar er Sequoia sempervirens strandskógum í norður Kaliforníu og suðvestur Oregon í Bandaríkjunum.[1][2]

Nokkrar útdauðar tegundir hafa verið greindar út frá steingerfingum, þar á meðal Sequoia affinis (vesturhluta norður Ameríku), Sequoia chinensis (engar traustar heimildir, greining óviss) í Kína, Sequoia langsdorfii (endurgreind sem Metasequoia[3]), Sequoia dakotensis (endurgreind sem Metasequoia[3]) í Suður-Dakóta (Maastrichtian), og Sequoia magnifica (viðarsteingerfingur frá Yellowstone National Park).

Nafnið Sequoia var fyrst útgefið sem ættkvíslarnafn af austurríska grasafræðingnum Stephan Endlicher 1847.[4] Hinsvegar lét hann ekki eftir neinar upplýsingar um hversvegna hann valdi nafnið og engar heimildir eru um af hverju það er dregið.

Algengasta ágiskunin er að Endlicher, tungumálafræðingur, kínafræðingur og textafræðingur, sem og grasafræðingur hafi nefnt hana til heiðurs Sequoyah,[5][6] upphafsmanns Cherokee syllabary (indíánaritmál),[7] sem nú er þekkt sem Sequoyan.[8] Önnur tilgáta síðan um 1860 er að það sé dregið af latneska orðinu "sequence".[9]

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]

Muleady-Mecham, Nancy E. Ph.D. (2017) "Endlicher and Sequoia: Determination of the Entymological Origin of the Taxon Sequoia," Bulletin of the Southern California Academy of Sciences: Vol. 116: Iss. 2. Available at: http://scholar.oxy.edu/scas/vol116/iss2/6 Geymt 9 apríl 2019 í Wayback Machine

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kew World Checklist of Selected Plant Families“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2012. Sótt 25. febrúar 2019.
  2. Biota of North America Program 2013 county distribution map
  3. 3,0 3,1 Richard Jagels & Maria A. Equiza (2005). „Competitive advantages of Metasequoia in warm high latitudes“. Í Ben A. LePage, Christopher James Williams & Hong Yang (ritstjóri). The Geobiology and Ecology of Metasequoia. Topics in geobiology. 22. bindi. Dordrecht, the Netherlands: Springer. bls. 335–349. ISBN 1-4020-2631-5.
  4. Endlicher, Stephan (1847). Synopsis Coniferarum. St. Gallen: Scheitlin & Zollikofer.
  5. Muleady-Mecham, Nancy E. (2017). „Endlicher and Sequoia: Determination of the Etymological Origin of the Taxon Sequoia“. Bulletin of the Southern California Academy of Sciences. 116 (2). Afrit af upprunalegu geymt þann 9. apríl 2019. Sótt 25. febrúar 2019.
  6. Lowe, Gary D. (2018). Debunking the Sequoia honoring Sequoyah Myth.[óvirkur tengill]
  7. Sierra Nevada - The Naturalist's Companion. University of California Press. 1. júní 2000. bls. 55. ISBN 978-0-520-92549-6.
  8. Cushman, E. (2011). The Cherokee Syllabary – Writing the People’s Perseverance. University of Oklahoma Press.
  9. Lowe, Gary D. (2012). „Endlicher's sequence: the naming of the genus Sequoia (PDF). Fremontia. 40 (1 & 2): 25–35. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann ágúst 9, 2013. Sótt 1. janúar 2014.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.