Spjall:Chengdu
Útlit
Íslensk stafsetning
[breyta frumkóða]Vandræði með stafsetningu á "ch" hljóðum í Íslensku. Mætte e.t.v. skrifa sem "Tségdú" eða Séngdú". Thvj (spjall) 19. september 2024 kl. 20:50 (UTC)
- Það er ekki til stöðluð umritun úr kínversku fyrir íslensku sérstaklega. Orðmyndin Chengdu byggist á pinyin sem er kínverskt umritunarkerfið þróað eftir miðja 20. öld. 'Ch' og 'q' í pinyin eru borin fram líkar "tj" en "sj" eða "tsj", held ég (þ.e. s-hljóðið er ekki áberandi). Það er hins vegar komin hefð á ýmsar íslenskar aðlaganir á kínverskum orðum, eins og "Sesúan" ("Góða sálin frá Sesúan"), "Sjanghaí", "Jangtse" o.s.frv. Væri raunar athyglisvert að taka það saman. En ég held að fyrir heiti sem engin hefð er fyrir að aðlaga íslensku sé réttast að nota einfaldlega pinyin-umritunina. --Akigka (spjall) 19. september 2024 kl. 22:40 (UTC)
- En hárrétt sem þú bendir á, að "ch" er alltaf mikilli óvissu háð í íslensku (ýmist borið fram eins og þýsku "doch", frönsku "bouche" eða ensku "church"; altsvo ef frummálið er ókunnugt viðkomandi). Íslendingar segja t.d. ýmist kombúsja, kombúkka eða kombútsja, allt eftir því hver á í hlut. --Akigka (spjall) 19. september 2024 kl. 22:43 (UTC)