Fara í innihald

Spjall:Mannfall

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Getur mannfall ekki líka átt við um hamfarir? Segir maður ekki t.d. "mannfall af völdum fellibylsins..." eða "mannfall af völdum jarðskjálfta..."? Ef svo er ættu iw-tenglarnir að vísa á en:Casualty (person) en ekki en:Killed in action--Akigka 13:23, 1 mars 2007 (UTC)

Skv. minni máltilfinningu á ,,mannfall" bara við hermenn (þ.e. hermenn eru ,,felldir" eða ,,vegnir", en alm. borgarar ,,drepnir"), en ,,mannfellir" á hins vegar við dauða af völdum farsótta eða hungurs. Einnig má segja að almennir borgarar ,,farist" í náttúruhamförum eða styrjöldum (þó ekki hermenn eins og fyrr sagði). Kv Thvj 13:36, 1 mars 2007 (UTC)

Þetta er allt rétt, en mér finnst þó að „mannfall“ geti átt við allt ofangreint. T.d. „mannfall af völdum veirunnar er nú orðið...“. Svo er líka til skrýtna orðið „manntjón“ sem er stundum notað í sambandi við náttúruhamfarir.--Akigka 13:39, 1 mars 2007 (UTC)
Skv. dæmum sem finna má hjá Orðabók Háskólans getur orðið „mannfall“ samt einnig átt við manntjón í hamförum. T.d. „Næst kom árið með mannfallinu úr sulti“ og „Landskuld hjer af var inn til mannfallsins í bólunni eitt hundrað“. Síðara dæmið er frá fyrri hluta 18. aldar en hið fyrra er frá miðri 20. öld. Ég sé því ekki betur en að „mannfall“ geti einnig átt við um náttúruhamfarir. Orðið „manntjón“ tel ég vera samheiti. --Cessator 17:53, 1 mars 2007 (UTC)

Byrja umræðu um Mannfall

Byrja nýja umræðu